Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. mars 2020 12:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Ingvi: Hamren er góður þjálfari líka
Icelandair
Arnór Ingvi í landsleik.
Arnór Ingvi í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Malmö og íslenska landsliðsins, fór í vikunni í hlaðvarpsþáttinn Lundh hjá Olof Lundh hjá Fotbollskanalen.

Arnór ræddi þar um Erik Hamren, landsliðsþjálfara Íslands. Hanns segir mikinn mun á Hamren og Lars Lagerback, sem var landsliðsþjálfari frá 2012 til 2016.

„Hann þurfti að aðlaga sig að því sem virkaði fyrir okkur," sagði Arnór, en byrjun var ekki góð undir stjórn Hamren þar sem Ísland tapaði illa í Þjóðadeildinni gegn Sviss og Belgíu.

„Hamren er góður þjálfari líka. Við erum nálægt því að komast á Evrópumótið. Við unnum Tyrkland og höfum spilað góðan fótbolta. Við lentum í vandræðum til að byrja með þegar við töpuðum fyrir Sviss og Belgíu. En annars þá held ég að hann hafi meira komist inn í okkar hugmyndafræði, og við höfum skilið hann meira líka. Það bara aðeins í byrjun."

Þegar hann er spurður út í muninn á Hamren og Lagerback segir Arnór: „Það er góð spurning, ég veit ekki hvernig á að svara því. Ég get ekki borið þá saman."

„Erik spilar öðruvísi fótbolta, það er aðeins meiri fótbolti hjá honum. Hann kann vel við 4-3-3, en við spilum 4-5-1. Hann vill að við reynum að halda boltanum meira á jörðinni. Annars er þetta mikið það sama. Hann kom inn í þá hugmyndafræði sem við höfðum og þurfti að aðlaga sig að henni. Það er erfitt að bera saman því hann þurfti að koma inn í eitthvað sem hefur virkað fyrir okkur í mörg ár. Það hefði verið skrítið að breyta því sem hefur virkað fyrir okkur."

Spennandi kynslóð á Íslandi
Hamren er að vinna með mikið af sömu leikmönnum og Heimir Hallgrímsson og Lagerback unnu með. Lundh veltir því fyrir sér hvort að ungu leikmennirnir séu svona slakir. Arnór segir það fjarri sannleikanum.

„Það eru margir hæfileikaríkir leikmenn að koma upp núna. Það er koma upp spennandi kynslóð núna á Íslandi," segir Arnór.

Hann telur að Ísland muni halda áfram að berjast um að komast á HM og EM í framtíðinni.

„Já, ég held það. Íslenskur fótbolti hefur vaxið enn meira því landsliðinu hefur gengið svo vel. Íslenskir leikmenn hafa vaxið enn meira. Við höfum séð að það er mögulegt að komast þangað, það kostar bara erfiðisvinnu."

Hlaðvarpið má hlusta á hérna.

Sjá einnig:
Hamren verður áfram - Ætlar að koma Íslandi á EM 2021
Athugasemdir
banner