Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. mars 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Emery um tapið gegn Barcelona: Dómarinn sló okkur út
Emery sársvekktur á hliðarlínunni á Nývangi í mars 2017.
Emery sársvekktur á hliðarlínunni á Nývangi í mars 2017.
Mynd: Getty Images
Unai Emery var við stjórnvölinn hjá Paris Saint-Germain þegar liðið mætti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir þremur árum.

PSG vann fyrri leikinn 4-0 á heimavelli en tapaði svo sögulega 6-1 á Nývangi þremur vikum síðar.

„Við spiluðum tvo leiki gegn Barcelona. Annar leikurinn var gegn Barca og hinn gegn Aytekin (Deniz Aytekin, dómari leiksins)," sagði Emery.

„Ég hef skoðað þetta og við hefðum farið áfram ef VAR hefði verið notað."

Barcelona komst í 3-0 eftir 50 mínútur áður en Edinson Cavani minnkaði muninn. Neymar skoraði fjórða og fimmta mark Börsunga í kringum 90. mínútu og gerði Sergi Roberto sigurmarkið dramatíska á 95. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner