Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 21. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi með langflest mörk utan teigs síðustu þrjú ár
Argentínski fótboltasnillingurinn Lionel Messi hefur skorað langflest mörk utan vítateigs í fimm sterkustu deildum Evrópu síðustu þrjú tímabil.

Messi skorar reglulega glæsileg aukaspyrnumörk og er kominn með 25 mörk utan teigs frá tímabilinu 2017-18.

Næstu menn þar á eftir eru Memphis Depay, Dries Mertens og Suso með 11 mörk.

Í ensku úrvalsdeildinni er Riyad Mahrez bestur utan teigs með 10 mörk, rétt eins og Philippe Coutinho, Marcel Sabitzer og Nabil Fekir.

Portúgalski miðjumaðurinn Ruben Neves hefur verið duglegur að skora fyrir utan teig með Wolves og er kominn með 10 mörk síðustu þrjú tímabil, þó eitt þeirra hafi farið fram í Championship deildinni og telst því ekki með.


Athugasemdir
banner