Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 21. mars 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle sýnir átta marka jafntefli gegn Arsenal í dag
Tiote gerði glæsilegt jöfnunarmark á lokakafla leiksins.
Tiote gerði glæsilegt jöfnunarmark á lokakafla leiksins.
Mynd: Getty Images
Það er laugardagur en enginn fótbolti á dagskrá. Fótboltaaðdáendur eru margir að upplifa fráhvarfseinkenni og reynir enska knattspyrnufélagið Newcastle United að lina þjáningar með skemmtilegu uppátæki.

Til að fylla í tómið sem ferskir úrvalsdeildarleikir dekkuðu áður hefur félagið ákveðið að streyma sögulegum leik sínum gegn Arsenal 2011 gjaldfrjálst.

Leikurinn var vægast sagt ótrúlegur þar sem Arsenal skoraði þrjú mörk á fyrstu tíu mínútunum.

Heimamenn í Newcastle voru fjórum mörkum undir í leikhlé en náðu að koma til baka í síðari hálfleik eftir að Abou Diaby var rekinn af velli.

Leikurinn verður sýndur klukkan 15:00 á YouTube rás Newcastle.


Athugasemdir
banner