Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. mars 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Toppliðin tvö á meðal þeirra sem fylgjast með Gnonto
Wilfried Gnonto.
Wilfried Gnonto.
Mynd: EPA
Ítalski sóknarmaðurinn Wilfried Gnonto hefur líklega verið bjartasti punkturinn í liði Leeds á þessu tímabili.

Gnonto var keyptur frá Zürich í Sviss fyrir 4 milljónir punda seint síðasta sumar.

Hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Leeds og er möguleiki á því að hann fari annað í sumarglugganum að tímabilinu loknu.

Gazzetta dello Sport á Ítalíu segir frá því að Arsenal, Manchester City og Chelsea séu öll að skoða leikmanninn.

Leeds er í harðri fallbaráttu og það er alveg ljóst að það verður erfitt fyrir félagið að halda Gnonto ef félagið fer niður í Championship-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner