Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 21. apríl 2019 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Van Dijk ekki viss um hvernig sé best að stoppa Messi
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Barcelona mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, leikir liðanna fara fram 1. maí og 7. maí næstkomandi.

Virgil van Dijk sem hefur leikið frábærlega í vörn Liverpool í vetur fær því það verkefni ásamt varnarmönnum liðsins að reyna stoppa Argentínumanninn snjalla Lionel Messi. Van Dijk var spurður hvort hann vissi hvernig væri best að reyna stoppa Messi.

„Nei ég er ekki viss," sagði Van Dijk og bætti við: „Þetta verður gríðarlega skemmtilegt verkefni fyrir okkur alla, við erum fyrst og fremst bara mjög ánægðir með það að vera komnir aftur í undanúrslit."

„Það sem skiptir máli er að við gerum þetta saman sem lið, það er ekki bara ég sem þarf að verjast. Þetta verður erfitt, en varðandi Messi þá finnst mér hann vera bestur í heimi en sjáum til hvað gerist."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner