Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 21. apríl 2024 13:41
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Coventry City og Man Utd: Casemiro í vörninni
Mynd: Getty Images
Coventry City og Manchester United mætast í undanúrslitum enska bikarsins á Wembley klukkan 14:30.

Erik ten Hag hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn en það vekur athygli að miðjumaðurinn Casemiro er í miðri vörn með Harry Maguire.

Hollenski stjórinn hafði ekki marga kosti í miðverðinu en þeir Lisandro Martínez, Raphael Varane, Victor Lindelöf, Willy Kambwala og Jonny Evans eru á meiðslalistanum.

Það er aðeins ein breyting á liðinu frá síðasta leik en Scott McTominay kemur inn fyrir Kambwala, en mun væntanlega spila á miðsvæðinu.

SIgurvegarinn mætir Manchester City í úrslitum.

Coventry: Collins, Latibeaudiere, Thomas, Kitching, Bidwell, Eccles, Sheaf, Van Ewijk, O’Hare, Simms, Wright.
Varamenn: Wilson, Binks, Dasilva, Kelly, Allen, Godden, Torp, Tavares, Andrews.

Man Utd: Onana, Dalot, Maguire, Casemiro, Wan-Bissaka, McTominay, Mainoo, Garnacho, Fernandes, Rashford, Hojlund.
Varamenn: Bayindir, Amass, Jackson, Ogunneye, Amad, Eriksen, Forson, Antony, Wheatley.
Athugasemdir
banner
banner
banner