Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. maí 2019 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Hallgrímur Mar og Hrannar Björn framlengja við KA
Hallgrímur Mar og Hrannar Björn ásamt HJörvari Maronssyni, formanni knattspyrnudeildar KA
Hallgrímur Mar og Hrannar Björn ásamt HJörvari Maronssyni, formanni knattspyrnudeildar KA
Mynd: Heimasíða KA
PepsiMax-deildarlið KA hefur framlengt samninga við tvo lykilmenn liðsins en það eru bræðurnir, Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Hallgrímur Mar er fæddur árið 1990 og hefur leikið 191 leik í deild- og bikar fyrir KA og skoraði í þeim 52 mörk.

Hallgrímur hefur skorað sex mörk á tímabilinu það er að segja þrjú mörk í deild og svo þrjú mörk í bikar en öll mörkin í bikarnum komu gegn Sindra.

Hrannar Björn er fæddur árið 1992 og hefur leikið 118 leiki í deild- og bikar og gert 1 mark. Hann hefur iðulega spilað í bakverði en hefur fært sig upp á vænginn í undanförnum leikjum.

Húsvíkingarnir gera þriggja ára samning við KA en auk þess gerir Ottó Björn Óðinsson þriggja ára samning. Hann er 18 ára gamall og hefur fengið smjörþefinn með meistaraflokk KA.

Hann hefur tvívegis verið í hóp hjá KA í PepsiMax deildinni og þá kom hann inná í 5-0 bikarsigrinum gegn Sindra á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner