banner
   þri 21. maí 2019 20:16
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Fyrsti sigur KR kom gegn ÍBV
KR-ingar náðu í fyrstu stigin í Pepsi Max-deildinni í kvöld
KR-ingar náðu í fyrstu stigin í Pepsi Max-deildinni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 2 - 1 ÍBV
1-0 Lilja Dögg Valþórsdóttir ('13 )
2-0 Ingunn Haraldsdóttir ('45 )
2-1 Cloé Lacasse ('78 )

KR vann ÍBV, 2-1, í 4. umferð Pepsi Max-deildar kvenna er liðin mættust á Alvogen vellinum í kvöld.

KR-ingar höfðu tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu fram að þessum leik á meðan ÍBV hafði tapað tveimur og unnið einn.

Lilja Dögg Valþórsdóttir kom KR-ingum yfir á 13. mínútu en þá kom hún boltanum fyrir markið. Boltinn virtist aldrei á leið inn en hafnaði þó í fjærhorninu.

Laufey Björnsdóttir fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 37. mínútu er hún braut á Cloé Lacasse.

Þrátt fyrir það náði Ingunn Haraldsdóttir að bæta við öðru fyrir KR-inga áður en Lacasse minnkaði muninn á 78. mínútu.

Lokatölur 2-1 fyrir KR sem nær í fyrsta sigurinn og er komið með 3 stig, jafnmörg og ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner