Hörð mótmælaalda hefur staðið yfir í Kólumbíu síðan í lok apríl. Upphaflega voru það breytingar á skattakerfinu sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu, lág laun og skortur á tækifærum fyrir ungt fólk sem varð brennidepillinn.
Þann 13. júní til 10. júlí á Suður-Ameríku bikarinn, Copa America, að fara fram. Áætlað var að mótið yrði sameiginlega haldið í Argentínu og Kólumbíu.
Vegna ástandsins hefur Conmebol, knattspyrnusamband álfunnar, tilkynnt að þeir leikir sem áttu að fara fram í Kólumbíu verði færðir annað. Argentínumenn hafa boðist til að halda mótið einir.
Þann 13. júní til 10. júlí á Suður-Ameríku bikarinn, Copa America, að fara fram. Áætlað var að mótið yrði sameiginlega haldið í Argentínu og Kólumbíu.
Vegna ástandsins hefur Conmebol, knattspyrnusamband álfunnar, tilkynnt að þeir leikir sem áttu að fara fram í Kólumbíu verði færðir annað. Argentínumenn hafa boðist til að halda mótið einir.
Brasilía er ríkjandi meistari Suður-Ameríku en þjóðin vann Copa America síðast þegar keppnin fór fram, 2019.
Athugasemdir