lau 21. maí 2022 09:00
Victor Pálsson
Lallana með góð ráð fyrir Oxlade-Chamberlain
Mynd: Getty Images

Adam Lallana, leikmaður Brighton, hefur gefið fyrrum liðsfélaga sínum, Alex Oxlade-Chamberlain, góð ráð.


Oxlade-Chamberlain er á mála hjá Liverpool og spilaði þar með Lallana sem var sjálfur í miklu varahlutverki á Anfield.

Það er staða sem Oxlade-Chamberlain er byrjaður að þekkja vel en hann fær afar takmarkað að spila undir Jurgen Klopp þessa dagana.

Lallana tjáði sig um stöðu enska landsliðsmannsins í dag og hafði ýmislegt að segja.

„Þetta hafa verið erfiði mánuðir fyrir Chambo, að ná ekkert að spila. Ég hef verið þarna sjálfur," sagði Lallana.

„Það er stundum erfitt að ráða við eigið egó því þú vilt fá að spila. Þú byrjar að vorkenna sjálfum þér. Stundum þá þarftu að bregðast við og sýna hugrekki til að styðja við liðsfélagana. Þú getur verið stoltur a f því."

„Þegar strákarnir fóru í Afríkukeppnina í janúar þá átti hann nokkrar magnaða leiki. Hann skoraði mikilvæg mörk og lagði sitt af mörkum. Það var frábært að sjá hann fagna með liðsfélögunum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner