Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   þri 21. maí 2024 18:49
Brynjar Ingi Erluson
Atalanta á eftir miðjumanni Birmingham
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Atalanta ætlar að reyna við Jordan James, leikmann Birmingham, í sumarglugganum.

James er 19 ára gamall miðjumaður sem hefur verið í sigti Atalanta síðasta árið.

Birmingham hafnaði tilboðum Atalanta í James á síðasta ári en er nú opið fyrir því að hlusta á tilboð.

James spilaði 42 leiki og skoraði 8 mörk á annars vonbrigðatímabili félagsins sem féll niður í C-deildina.

Fabrizio Romano segir að Atalanta sé nú að íhuga að leggja fram tilboð í hann í sumar en James er sjálfur opinn fyrir því að leita annað.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur James spilað 10 landsleiki fyrir Wales.
Athugasemdir
banner
banner
banner