Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   þri 21. maí 2024 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég talaði ekki við Ben White"
Ben White.
Ben White.
Mynd: Getty Images
Ben White var einn besti varnarmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en hann er samt sem áður ekki í enska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í sumar.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var spurður út í það á fréttamannafundi í dag.

„Ég talaði ekki við Ben White. Eftir því sem ég best veit, þá er hann ekki möguleiki fyrir okkur," sagði Southgate.

White hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan á HM í Katar en þá var hann sendur heim. Enskir fjölmiðlar sögðu hann hafa rifist við aðstoðarþjálfara liðsins, Steve Holland.

Southgate heyrði í White fyrir verkefnið í mars en fékk þá þau svör að White vildi ekki vera í hópnum.
Athugasemdir
banner
banner