fös 21. júní 2019 21:00
Oddur Stefánsson
Heimild: Daily Mail 
Pogba búinn að hringja í Sarri
Mynd: Getty Images
Paul Pogba leikmaður Manchester United hefur verið ansi umtalaður undanfarið eftir að hann sagði í viðtali að hann gæti þurft nýja áskorun.

Tuttosport greinir frá því að Pogba sjálfur sé búinn að hringja í Maurizio Sarri nýja þjálfara Juventus til að kvetja Sarri til að kaupa sig í glugganum.

Þessar frásagnir gefa í skyn að Pogba sé örvæntingafullur að komast aftur til Turin. Pogba lék með Juventus áður en hann kom aftur til Manchester United árið 2016.

Manchester United er ekki tilbúið að selja Frakkann en ef það skyldi gerast færi hann ekki á minna en 150 milljónir punda.

Ole Gunnar Solskjaer þjálfari liðsins fer með liðið til Ástralíu 8. júlí og er reiknað með því að Pogba komi með í þá ferð en hann er staddur í reisu um Asíu til að auglýsa samstarf sitt með Adidas.

Athugasemdir
banner
banner
banner