Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 21. júní 2021 15:20
Fótbolti.net
Lið 7. umferðar - Gary Martin í fyrsta sinn en Eiður í þriðja
Lengjudeildin
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin skoraði tvö í 3-3 jafntefli gegn Selfyssinga. Hans fyrstu mörk í deildinni á þessu tímabili.
Gary Martin skoraði tvö í 3-3 jafntefli gegn Selfyssinga. Hans fyrstu mörk í deildinni á þessu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nacho Gil.
Nacho Gil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar eru áfram með fullt hús stiga í Lengjudeildinni en þeir unnu öruggan 5-1 sigur gegn Þrótti í sjöundu umferð Lengjudeildarinnar í síðustu viku. Þeir bláu eru á toppnum, nú sjö stigum fyrir ofan þriðja sætið.

Þórir Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Fram í leiknum gegn lánlausum Þrótturum og er í úrvalsliði umferðarinnar. Markvörður Framara, Ólafur Íshólm Ólafsson, er einnig í liðinu.

Grindavík er í öðru sæti en liðið vann 3-1 sigur gegn Gróttu, sinn fjórða sigur í röð í deildinni. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði tvívegis í leiknum og þá átti Sigurjón Rúnarsson virkilega flottan leik í vörninni, ásamt því að koma sér á blað í markaskorun.



Kórdrengir eru á skriði og sóttu 1-0 útisigur gegn Þór á Akureyri. Nígeríski miðjumaðurinn Fatai Gbadamosi var valinn maður leiksins og þá er Þórir Rafn Þórisson einnig í úrvalsliðinu en hann skoraði eina mark leiksins.

ÍBV vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Fjölni þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson var frábær í vörninni og er hann valinn í úrvalsliðið í þriðja sinn á tímabilinu. Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, er þjálfari umferðarinnar en sigur Eyjamanna var verðskuldaður og Fjölnir skapaði sér afskaplega lítið.

Í baráttu liða í neðri hlutanum gerðu Afturelding og Selfoss 3-3 jafntefli. Pedro Vazquez skoraði tvö mörk fyrir Mosfellinga og Gary Martin opnaði loks markareikning sinn með því að skora tvö fyrir Selfyssinga. Þeir fá báðir pláss í úrvalsliði umferðarinnar.

Víkingur Ólafsvík tapaði enn einum leiknum en liðið beið lægri hlut 0-3 gegn Vestra. Sergine Fall og Nacho Gil eru í liði umferðarinnar. Nacho skoraði eitt af mörkum leiksins.

Sjá einnig:
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner