Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 21. júní 2021 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Danmörk áfram með Belgíu
Tilfinningar.
Tilfinningar.
Mynd: EPA
Lukaku var að venju á skotskónum.
Lukaku var að venju á skotskónum.
Mynd: EPA
Það voru miklar sviptingar á meðan tveir síðustu leikirnir í B-riðli Evrópumótsins fóru fram.

Finnland mætti Belgíu og reyndi að halda stiginu eins lengi og þeir gátu. Hefðu þeir haldið stiginu, þá hefðu þeir komist beint áfram úr riðlinum í öðru sæti.

Þeir héldu lengi vel en að lokum tókst Belgum að brjóta ísinn. Á 75. mínútu átti Thomas Vermaelen skalla sem fór í stöngina, í Lukas Hradecky og inn. Stuttu síðar skoraði Romelu Lukaku svo og það var engin leið til baka fyrir Finnland eftir það.

Lokatölur 0-2 fyrir Belgíu sem vinnur riðilinn með fullt hús stiga. Með þeim í 16-liða úrslitin fara Danir.

Danmörk tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum, en þeir unnu góðan sigur á slökum Rússum í kvöld.

Mikkel Damsgaard kom Danmörku yfir undir lok fyrri hálfleiks og Yussuf Poulsen bætti við marki eftir tæplega klukkutíma leik. Artem Dzuyba minnkaði muninn af vítapunktinum, en Danir svöruðu því vel. Andreas Christiansen og Joakim Mæhle bættu við tveimur mörkum áður en flautað var af og lokatölur 4-1 fyrir Danmörku.

Danmörk endar í öðru sæti riðilsins og fer áfram ásamt Belgíu. Það er gríðarlega gaman að sjá Danmörku komast áfram eftir það áfall sem þeir urðu fyrir í fyrsta leik. Christian Eriksen er örugglega ánægður heima núna. Finnland endar í þriðja sæti, en þessi úrslit þýða það að Sviss er komið áfram sem eitt af fjórum liðunum með bestan árangur í þriðja sæti.

Rússland 1 - 4 Danmörk
0-1 Mikkel Damsgaard ('38 )
0-2 Yussuf Poulsen ('59 )
1-2 Artem Dzyuba ('70 , víti)
1-3 Andreas Christensen ('79 )
1-4 Joakim Maehle ('82 )

Finnland 0 - 2 Belgía
0-1 Lukas Hradecky ('75 , sjálfsmark)
0-2 Romelu Lukaku ('81 )
Athugasemdir
banner
banner
banner