Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 21. júní 2021 15:51
Elvar Geir Magnússon
Favre hefur fundað með Palace - Everton hefur einnig áhuga
Lucien Favre.
Lucien Favre.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur fundað með Lucien Favre og vill fá hann til að taka við stjórnartaumunum af Roy Hodgson. Samkvæmt frétt Guardian þá gekk fundurinn vel.

En Everton gæti sett strik í reikninginn því sagt er að félagið hafi einnig áhuga á þessum 63 ára knattspyrnustjóra.

Favre er Svisslendingur sem stýrði Dortmund á tveimur tímabilum og endaði í bæði skiptin í öðru sæti. Hann hefur áhuga á því að starfa í ensku úrvalsdeildinni.

Everton er án stjóra eftir að Carlo Ancelotti hætti óvænt til að taka við Real Madrid.

Rafael Benítez og Nuno Espírito Santo koma einnig til greina hjá Everton en Nuno fór í viðræður við Crystal Palace en þær viðræður gengu ekki upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner