Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. júní 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Alfreð Finnbogason á leið í viðræður við Hammarby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hammarby er í leit að sóknarmanni og hefur Alfreð Finnbogason verið nefndur til sögunnar af sænska miðlinum Sport Expressen.


Alfreð er 33 ára gamall og rennur út á samningi við Augsburg í sumar. Samkvæmt heimildum Sport Expressen er hann staddur í Stokkhólmi þessa stundina og mun hefja óformlegar viðræður við Hammarby.

Hammarby, sem endaði í fimmta sæti sænsku deildarinnar í fyrra, er búið að missa ungstirnin sín Williot Swedberg til Celta Vigo og Mayckel Lahdo til AZ Alkmaar í byrjun sumars. Félagið þarf því að styrkja miðjuna og sóknarlínuna fyrir komandi átök enda er liðið komið með 20 stig eftir 10 umferðir, þremur stigum eftir toppliði Häcken.

Jón Guðni Fjóluson gekk til liðs við Hammarby í fyrra og festi sig vel í sessi sem byrjunarliðsmaður. Hann hefur þó verið meiddur á upphafi nýs tímabils.

Alfreð gæti verið tilvalinn kostur en helsta vandamálið sem hefur fylgt honum alla dvölina hjá Augsburg eru tíð meiðslavandræði.

Alfreð hefur aðeins tekist að skora fimm mörk síðustu þrjú tímabil í þýsku deildinni en þar áður skoraði hann 22 mörk í 40 leikjum á tveimur deildartímabilum.

Alfreð á 15 mörk í 61 A-landsleik fyrir Ísland.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner