Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. júní 2022 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Vals og Leiknis: Heimir breytir ekki sigurliði
Maciej kemur inn í liðið hjá Leikni
Maciej kemur inn í liðið hjá Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 hefst viðureign Vals og Leiknis í Bestu deild karla. Leikurinn er liður í tíundu umferð deildarinanr og lýkur henni í kvöld með tveimur leikjum. Valur getur með nægilega stórum sigri skotist upp í 2. sætið í kvöld en ef Leiknir vinnur fer liðið upp úr fallsæti.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gerir enga breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Birkir Heimisson er kominn úr leikbanni og tekur sér sæti á bekknum.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, gerir þrjár breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn FH í síðustu umferð. Árni Elvar Árnason er ekki í leikmannahópnum í dag og þeir Róbert Hauksson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson taka sér sæti á bekknum. Inn í liðið koma þeir Maciej, Kristófer og Brynjar.
Byrjunarlið Valur:
1. Guy Smit (m)
0. Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
6. Sebastian Hedlund
7. Aron Jóhannsson
8. Arnór Smárason
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
19. Orri Hrafn Kjartansson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Byrjunarlið Leiknir R.:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Maciej Makuszewski
9. Mikkel Dahl
10. Kristófer Konráðsson
11. Brynjar Hlöðversson
15. Birgir Baldvinsson
18. Emil Berger
23. Dagur Austmann
80. Mikkel Jakobsen
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner