Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. júní 2022 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool samþykkti tilboð frá Mónakó í Minamino
Mynd: EPA

Sky Sports greinir frá því að Liverpool sé búið að samþykkja tilboð frá Mónakó í framherjann Takumi Minamino.


Liverpool borgaði rúmar 7 milljónir punda fyrir Minamino í janúar 2020 og fær núna rúmlega 15 milljónir frá Mónakó tveimur og hálfu ári síðar. Mónakó borgar 13 milljónir strax og 2,5 milljónir seinna.

Liverpool keypti Minamino frá RB Salzburg en Japaninn fann aldrei taktinn á Englandi. Hann skoraði 14 mörk og gaf 3 stoðsendingar í 55 leikjum hjá Liverpool og átti einnig erfitt uppdráttar á láni hjá Southampton.

Minamino skoraði 10 mörk í 24 leikjum á síðustu leiktíð en sjö markanna komu í bikarkeppnum á Englandi.

Minamino er 27 ára gamall og hefur skorað 17 mörk í 42 landsleikjum fyrir Japan.


Athugasemdir
banner
banner
banner