Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 21. júní 2022 23:29
Haraldur Örn Haraldsson
Matti Villa: Mjög spenntur fyrir þessu teymi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Matthías Vilhjálmsson skoraði eina mark FH þegar liðið fór í heimsókn upp á skaga í kvöld þar sem leikar enduðu 1-1. Veðrið og aðstæður gerðu mönnum erfitt fyrir og því var erfitt að spila góðan fótbolta.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

Mér líður bara nokkuð vel, svekktur að vinna ekki leikinn mér fannst við mjög solid í dag. Erfiðar aðstæður og þannig en mér fannst vinnslan í liðinu frábær og ef við leggjum okkur svona mikið fram í næstkomandi leikjum þá fáum við fullt af stigum. Ég myndi segja að frammistaðan hafi verið jákvæð þó að við höfum ekki verið ánægðir að fá ekki 3 stig."

Matthías skoraði með skalla eftir hornspyrnu og var ánægður með sitt mark.

„Það var ljúft að sjá hann inni en það er erftitt að koma upp á skaga og skagamenn gefa manni alltaf alvöru leik en það var ljúft (markið)."

Matthías spilaði á miðjunni í dag en er þó vanur að spila frammi. Eiður Smári Guðjohnsen er nýr þjálfari liðsins og er þetta mögulega eitt af breytingum sem hann ætlar að gera.

„Hann (Eiður) hefur náttúrulega einhverjar hugmyndir um hvað hann vill gera en þeir eru bara nýkomnir og ég er viss um að við munum bara verða betri og betri eftir því sem líður á og þeir fá að drilla inn sínar hugmyndir og kynnast liðinu betur þannig bara mjög spenntur fyrir þessu teymi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan og þar talar Matthías aðeins nánar um taktísku nálgun FH


Athugasemdir
banner
banner