Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. júní 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orðinn fertugur en ætlar áfram að verja mark Rangers
Mynd: EPA
Allan McGregor hefur ákveðið að skrifa undir nýjan eins árs samning við skoska félagið Rangers.

McGregor er fertugur og hefur spilað yfir 300 deildarleiki fyrir Rangers. Hann var orðaður við skipti frá Rangers síðustu vikur en hefur bundið endi á þær sögusagnir.

„Ég er augljóslega hæstánægður. Eftir síðasta tímabil fór ég frí og hugsaði um mína framtíð. Allir sögðu mér að spila eins lengi og ég gæti. Eftir hléið komst ég svo sjálfur að þeirri niðurstöðu og hér erum við," sagði McGregor í viðtali sem birt var á heimasíðu Rangers.

McGregor hefur spilað með Rangers, St. Johnstone, Dunfermline, Besiktas, Hull og Cardiff á sínum ferli. Á árunum 2007-18 lék hann 42 landsleiki fyrir Skotland.

Rangers endaði í 2. sæti skosku deildarinnar í vetur, varð skoskur bikarmeistari og komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem liðið tapaði gegn Frankfurt í vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner