Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. júlí 2019 19:49
Arnar Helgi Magnússon
300 leikir hjá Óskari Erni í efstu deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson er í byrjunarliði KR sem að nú leikur við Stjörnunar á Meistaravöllum. Leikurinn hófst klukkan 19:15 en Stjarnan leiðir 0-1 eftir mark frá Baldri Sigurðssyni.

Óskar náði merkilegum áfanga þegar Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, flautaði leikinn á í kvöld en hann er nú kominn með 300 leiki í efstu deild. Þetta kemur fram í samantekt mbl.is

Birkir Kristinsson er sá eini sem að hefur leikið fleiri leiki en Óskar í efstu deild en hann á 321 leik. Óskar gæti því tyllt sér í toppsætið á næsta tímabili.

Óskar lék í efstu deild með Grindavík á árunum 2004 til 2006 en frá og með 2007 hefur hann einungis leikið með KR.

Tíu leikjahæstu í efstu deild:
321 Birk­ir Krist­ins­son
300 Óskar Örn Hauks­son
294 Gunn­ar Odds­son
294 Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son
268 Kristján Finn­boga­son
267 Sig­urður Björg­vins­son
267 Atli Guðna­son
264 Atli Viðar Björns­son
255 Guðmund­ur Stein­ars­son
254 Heim­ir Guðjóns­son
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner