Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 21. júlí 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool selur Awoniyi til Union Berlin (Staðfest)
Félagaskipti Taiwo Awoniyi frá Liverpool til Union Berlin hafa verið staðfest.

Union greiðir 7,5 milljónir evra fyrir framherjann sem var hjá Liverpool í sex ár en fékk aldrei tækifæri vegna vandræða með atvinnuleyfi.

Samkvæmt heimildum Goal fær Liverpool einnig 10% af næstu sölu á leikmanninum.

Awoniyi er 23 ára framherji frá Nígeríu sem skoraði 5 mörk í 21 leik að láni hjá Union á síðustu leiktíð. Hann hreif þjálfarateymi félagsins nóg til að kaupa hann.

Mainz reyndi einnig að kaupa Awoniyi eftir að leikmaðurinn var hjá félaginu að láni tímabilið 2019-20.


Athugasemdir
banner