Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 21. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Scott Carson skrifar undir hjá Man City (Staðfest)
Mynd: EPA
Scott Carson, sem verður 36 ára í september, er búinn að skrifa undir eins árs samning við Englandsmeistara Manchester City þar sem hann mun vera þriðji markvörður liðsins eftir Ederson og Zack Steffen.

Carson hefur verið hjá Man City undanfarin tvö tímabil að láni frá Derby County. Hann rann út á samningi hjá Derby í sumar og ákvað að skrifa undir hjá City.

Carson hefur spilað einn leik fyrir City, það var ótrúlega fjörugur sigur gegn Newcastle United í sjö marka leik í maí. Heimamenn í Newcastle komust þá í 3-2 en mistókst að halda í forystuna.

Carson hefur komið víða við á ferlinum og á úrvalsdeildarleiki að baki fyrir Leeds United, Liverpool og Aston Villa meðal annars.

Markvörðurinn er frægur fyrir að hafa gert hrikaleg mistök í mikilvægum landsleik gegn Króatíu í undankeppni EM í nóvember 2007. Hann á fjóra keppnisleiki að baki fyrir enska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner