Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mið 21. ágúst 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Sancho gerir nýjan samning við Dortmund
Jadon Sancho hefur samþykkt nýjan samning við Borussia Dortmund sem færir honum um 190 þúsund pund í vikulaun.

Þessi nítján ára leikmaður fór á kostum á síðasta tímabili og Manchester United sýndi honum áhuga í sumar.

Sancho skoraði þrettán mörk fyrir Dortmund sem endaði í öðru sæti þýsku Bundesligunnar á síðasta tímabili.

Hann skoraði í fyrstu umferð deildarinnar á þessu tímabili, 5-1 sigrinum gegn Augsburg.

Sancho er enskur landsliðsmaður sem Dortmund fékk frá Manchester City 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner