Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   lau 21. ágúst 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Digital Cuz spáir í aðra umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Árni Ragnar eða DigitalCuz
Árni Ragnar eða DigitalCuz
Mynd: Aðsend
Steindi er mikill Newcastle maður.
Steindi er mikill Newcastle maður.
Mynd: Sögur
Önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun og lýkur á mánudag.

Albert Brynjar Ingason, sóknarmaður Kórdrengja, tók að sér það verkefni að spá í fyrstu umferð deildarinnar. Hann var með fjóra rétta.

Árni Ragnar Steindórsson er spámaður umferðarinnar. Árni Ragnar eða Digital Cuz er hluti af Rauðvín & klakar teyminu sem hefur gert það gott á Twitch og Stöð2eSports. Í teyminu með Digital Cuz eru þeir Óli Jóels, Steindi JR. og MVPete. Árni er stuðningsmaður Liverpool og svona spáir hann leikjunum.

Kynntu þér Rauðvín & klakar.

Liverpool 3 - 0 Burnley
Feykisterk byrjun hjá Liverpool og því miður fyrir Burnley eru þeir bara á röngum stað á röngum tíma.

Aston Villa 0 - 2 Newcastle
Fékk inside tip frá meðspilara mínum að þessi leikur fari 0-7, tek því þó með vara og setjum 0-2.

Crystal Palace 0 - 0 Brentford
Verður jafn dapur leikur og hann hljómar á pappír.

Leeds 3 - 1 Everton
Það mun enginn í Leeds liðinu þora að tapa þessum leik eftir fyrstu umferðina, Bielsa sér til þess.

Dubai City 6 - 0 Norwich
Kanarífuglunum verður hent í búr og það hrist vel. Ekki góður dagur hjá þeim.

Brighton 3 - 3 Watford
Verður skemmtilegasti leikur umferðarinnar, verst að það mun líklega enginn horfa á hann.

Southampton 2 - 3 Man Utd
Pogba dettur í gamla farið, fersk hárgreiðsla og 12 sendingar beint útaf, vinna þetta samt eftir að hann er tekinn útaf.

Wolfes 2 - 1 Tottenham
Spurs verður strax slengt í jörðina, koma overconfident i þennan og tapa.

Arsenal 0 - 3 Chelsea
London verður blá þessa helgina. Skytturnar eru vandræðalega lélegar.

West Ham 1 - 3 Leicester
Leicester byrja sterkt í ár og West Ham hafa ekki vaknað fyrir áramót í 20 ár.

Fyrri spámenn:
Albert Brynjar - 4 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
14 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
15 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir