Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. ágúst 2021 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert Brynjar spáir í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Albert Brynjar Ingason.
Albert Brynjar Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert spáir sínum mönnum sigri í opnunarleiknum.
Albert spáir sínum mönnum sigri í opnunarleiknum.
Mynd: Getty Images
Ingimar Helgi og Hjálmar Örn, stuðningsmenn Tottenham.
Ingimar Helgi og Hjálmar Örn, stuðningsmenn Tottenham.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld þegar Arsenal og Brentford mætast í opnunarleiknum.

Albert Brynjar Ingason, sóknarmaður Kórdrengja, tók að sér það verkefni að spá í fyrstu umferð deildarinnar.

Brentford 0 - 3 Arsenal (19 í kvöld)
Auðvitað er Arsenal með opnunarleikinn, enda flottasta félagið. Er hins vegar ekkert svakalega peppaður fyrir þessu tímabili hjá mínum mönnum, en vinur minn Ásgeir Börkur er einnig Arsenal maður og hann vill meina að við vinnum deildina í ár. Samkvæmt honum er Elneny búinn að bæta sig í sendingum og Bellerin orðinn mun ákveðnari. Svo ég ætla að leyfa hans bjartsýni að ráða ríkjum í þessari umferð.

Man Utd 2 - 2 Leeds (11:30 á morgun)
Geggjaður leikur. Áhugaverðir tveir þjálfarar; einn nettur og svo Ole Gunnar. Mjög feginn að United sé enn með þjálfara sem er ekki nógu fær fyrir þetta starf þannig að þeir halda áfram að vinna ekki neitt. Magnús Þórir Matthíasson, einn harðasti Man Utd maður á landinu, talar um að þetta sé easy leikur fyrir sína menn en ég er ekki sannfærður. Smelli jafntefli á þennan leik og eftir leik mun minn maður Þorkell Máni fara vel yfir yfirburði Leeds í þessu
jafntefli á Twitter síðu sinni og ég mun læka það.

Burnley 3 - 0 Brighton (14:00 á morgun)
Burnley búið að versla inn mikið af spennandi leikmönnum, miðjumaðurinn og sóknarmaðurinn lofa góðu og þeir vinna þennan leik auðveldlega. Brighton æfði vel í vikunni, eins og Bjarni Guðjóns sagði alltaf með Fram liðið. En alveg eins og með Fram-liðið sem féll, þá verður það ekki nóg fyrir Brighton.

Chelsea 4 - 0 Crystal Palace (14 á morgun)
Chelsea eru góðir og vinna þennan leik auðveldlega, en hverjum er í alvörunni ekki sama um Chelsea, fyrir utan þann sem spilaði með þeim.

Everton 0 - 2 Southampton (14 á morgun)
Þetta verður boring tímabil hjá Everton. Ég sá minn mann Styrmir Erlends í miðri viku vera þungur á brún að borða Ís. Allir vita að ís er gott meðal þegar maður er að ganga í gegnum erfiða tíma og ég fann að hann var að hugsa um komandi tímabil á meðan hann sleikti ísinn, á reyndar mjög getnaðarlegan hátt.

Leicester 3 - 1 Wolves (14 á morgun)
Leicester er nett lið, kaupa vel og spila kraftmikinn bolta. Bara leiðinlegt að skrifa þetta nafn á liðinu því manni finnst maður alltaf vera skrifa það vitlaust. Wolves er hins vegar orðið eitthvað óspennandi lið núna og ég held að þeir gætu átt erfitt tímabil.

Watford 2 - 1 Aston Villa (14 á morgun)
Það er pepp í gangi hjá nýliðunum og smá stress í gangi hjá þessum nýju leikmönnum Aston Villa að sanna sig. Það mun taka smá tíma að venjast því að hafa ekki Grealish og Watford tekur þennan slag á
peppinu.

Norwich 1 - 1 Liverpool (16:30 á morgun)
Það kom töluvert minna prump úr Liverpool rasshausunum á síðasta tímabili en þeir verða aftur í basli í ár, sem er bara hollt fyrir íslenskt samfélag í heild sinni. Ásgeir Frank, vinur minn, er einn harðasti
Poolari sem ég þekki og hann vill meina að koma Van Dijk til baka sé nóg til að berjast á toppnum, en ég spái þeim í fimmta sæti í ár.

Newcastle 1 - 2 West Ham (13 á sunnudag)
Barátta milli Tomma Steindórs og Steinda Jr, og ég ætla bara að halda með West Ham í þessum leik út af tengingu West Ham við stórveldið Fylki.

Tottenham 0 - 3 Man City (15:30 á sunnudag)
Boring Tottenham lið steinliggur í þessum leik, verður erfitt tímabil fyrir Fjalar Þorgeirs, Ingimar Helga, og Hjálmar Örn. Spurning hvort einhver af þeim muni í kjölfarið finna sér nýtt lið og skilja stuðningsklúbb Tottenham manna á Íslandi eftir með tvo meðlimi, eða jafnvel að tveir af þeim fari og þá verður þetta stuðningsklúbbur Tottenham manns á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner