Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   lau 21. ágúst 2021 19:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pepsi Max-deildin: Gísli allt í öllu í sigri Breiðabliks á KA
Blikar fagna marki Gísla Eyjólfs í kvöld.
Blikar fagna marki Gísla Eyjólfs í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 0 KA
1-0 Gísli Eyjólfsson ('19 )
2-0 Viktor Karl Einarsson ('73 )

Breiðablik og KA áttust við í kvöld í Pepsi Max deild karla. Leikurinn fór fram á Kópavogsvelli og það voru heimamenn sem sigruðu.

Breiðablik vann með tveimur mörkum gegn engu. Gísli Eyjólfsson kom þeim yfir með stórkostlegu skoti í slánna og inn. Viktor Karl Einarsson bætti öðru markinu við eftir sendingu frá Gísla.

KA vildi fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Ásgeir Sigurgeirsson féll í teignum en ekkert dæmt. KA allt annað en sáttir með það.

Eftir sigurinn færist Breiðablik upp í 2. sæti deildarinnar aðeins einu stigi á eftir Val. KA er áfram í 4. sæti sex stigum frá toppnum.

Liðin mætast aftur á miðvikudaginn kl 18:00, þá á Greifavellinum á Akureyri.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner