lau 21. september 2019 12:10
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool greiddi eina milljón til Man City vegna njósnamáls
Mynd: Getty Images
Sky Sports og The Times greina frá atviki sem gerðist fyrir sex árum, þegar Liverpool greiddi eina milljón punda til Manchester City vegna njósnamáls.

Man City kvartaði undan því að einhver hafi brotist inn í njósnakerfi félagsins og réði sérfræðinga til að finna út hver hafi verið á ferð.

Ekki er ljóst hvað gerðist í kjölfarið annað en það að Liverpool endaði á að greiða eina milljón punda til Manchester City, án þess að málið færi fyrir dómstóla og án þess að játa sekt.

Það vekur athygli að ári áður færðu þrír njósnarar frá Man City sig yfir til Liverpool. Tveir njósnaranna voru ásakaðir um að brjótast ítrekað inn í gagnagrunn City eftir að þeir höfðu skipt um félag. Þá er Michael Edwards, núverandi yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, einnig sagður vera viðriðinn málið.

Talsmaður Liverpool segir að félagið ætli ekki að tjá sig um málið að svo stöddu.

Til gamans má geta að Liverpool fékk Rickie Lambert, Mario Balotelli, Lazar Markovic og Javi Manquillo til sín sumarið 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner