Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 21. september 2020 17:25
Magnús Már Einarsson
Glódís: Ætlum að sýna að við getum unnið flesta
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, reiknar með hörkuleik þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag í undankeppni EM á morgun.

„Ég held að þetta verði hörkuleikur. Þetta eru tvö lið sem vilja og þurfa sigur. Þær verða örugglega aðeins meira með boltann. VIð liggjum þétt til baka og verjumst. Síðan ætlum við líka ap gera ákveðna hluti með boltann. Það verður mikið af föstum leikatriðuim, þær eru góðar í því og við erum góðar í því. Þetta verður góður fótboltaleikur ," sagði Glódís á fréttamannafundi í dag.

„Þær eru góðar taktístk og sigursælari en við en við erum klárar í slaginn og ætlum að sýna að við getum unnið flesta á góðum degi þegar allt gengur upp hjá okkur."

Ungir leikmenn hafa verið að koma inn í íslenska hópinn, þar á meðal Sveindís Jane Jónsdóttir sem var á skotskónum í fyrsta leik sínum gegn Lettlandi í síðustu viku.

„Það hefur verið mjög spennandi að sjá ungu stelpurnar. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þeim gengur með okkur. Þeir hafa staðið sig mjög vel hingað til og það er björt framtíð hjá okkur að mínu mati. Þær eru tilbúnar í þá leiki sem þær þurfa að spila núna."

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Laugardalsvelli á morgun en bæði Ísland og Svíþjóð eru með tólf stig eftir fjóra leiki og berjast um efsta sæti riðilsins.

Efsta sætið skilar beint sæti á EM í Englandi árið 2022 en liðin með bestan árangur í 2. sæti í riðlunum fara í umspil um sæti á EM.
Athugasemdir