Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 21. september 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Auðvitað voru þetta skrítnir tímar"
Jón Dagur í leik með AGF
Jón Dagur í leik með AGF
Mynd: Getty Images
Hann er nú mættur til Leuven í Belgíu og líður vel í nýju umhverfi
Hann er nú mættur til Leuven í Belgíu og líður vel í nýju umhverfi
Mynd: Getty Images
Jón Dagur Þorsteinsson gekk í raðir Leuven á frjálsri sölu frá AGF í sumar en hann upplifði skrítna tíma eftir að danska félagið hætti að spila honum.

AGF reyndi allt sem það gat til að framlengja samning Jóns Dags en þegar það varð ljóst að hann yrði ekki áfram var þjálfaranum bannað að nota hann.

Jón Dagur var í frystikistunni í tæpa tvo mánuði áður en stjórnin ákvað að kalla hann aftur inn í hópinn. Hann átti þá að hjálpa liðinu að bjarga sér frá falli, sem tókst og var viðskilnaðurinn ánægjulegri fyrir vikið.

„Það kom upp staða nokkrum mánuðum áður en ég fór en auðvitað voru þetta skrítnir tímar frá mars til apríl þar sem ég fékk ekkert að spila. Þetta var leyst og við enduðum þetta ánægjulega og gengu báðir aðilar örugglega sáttir frá borði. Þetta var smá skrítið en virkilega skemmtilegur tími hjá AGF og nú kominn til Belgíu þar sem ég er mjög sáttur," sagði Jón Dagur sem er nú kominn til Belgíu en hann samdi við Leuven, sem leikur í efstu deild þar í landi.

Hann hefur byrjað vel með Leuven. Jón Dagur er með 3 mörk í 9 leikjum og situr liðið í 4. sæti deildarinnar með 17 stig eftir níu umferðir.

„Þetta er búið að vera svolítið öðruvísi fótbolti. Þetta er meira 'direct' og aðeins sókndjarfari fótbolti, sem er skemmtilegt og kannski hentar mér aðeins betur. Ég er búinn að koma mér vel fyrir og bara sáttur."

„Ég er búinn að byrja vel, ég sjálfur og liðið. Vonandi getum við haldið þessu áfram,"
sagði Jón Dagur í lokin.
Geggjað að fá Alfreð, Aron og Guðlaug Victor aftur í hópinn - „Þeir eru til staðar fyrir alla"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner