Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. september 2022 11:13
Elvar Geir Magnússon
Reynismaður í fimm leikja bann vegna kynþáttaníðs - „Fucking little monkey“
Ivan Jelic, markvörður Reynis Sandgerði.
Ivan Jelic, markvörður Reynis Sandgerði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ dæmdi í gær Ivan Jelic, markvörð Reynis Sandgerði, í fimm leikja bann vegna kynþáttaníðs hans í leik KF og Reynis í 2. deildinni 10. september.

Í skýrslu dómara leiksins kemur fram að Jelic hafi verið með rasísk ummæli í garð Júlio Fernandes, leikmanns KF. Jelic hrópaði „Fucking little monkey" að honum eftir að hann skoraði.

Jelic fékk að líta rauða spjaldið og hefur nú verið dæmdur í bann en auk þess fær Reynir Sandgerði 100 þúsund krónur í sekt.

Jelic fékk rautt spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks en leikurinn endaði 8-3 og skoraði Júlio Fernandes fjögur mörk. Reynir féll niður í þriðju deild en lokaumferð 2. deildar var leikin um helgina.

Jelic verður í banni frá Ólafsfjarðarvelli á Ólafsfirði þar til hann hefur afplánað bann sitt.

„Í samtali okkar við leikmanninn þvertekur hann fyrir að rasísk meining hafi legið að baki þessara orða og vill meina að þetta hafi verið einkar óheppileg þýðing af króatísku blóti. Hann og umræddur leikmaður KF ræddu saman á fljótlega eftir atvikið og bað Ivan hann afsökunar á þessum ummælum," kemur meðal annars fram í greinargerð Reynis vegna málsins.

„Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis vill árétta að hún fordæmir alla kynþáttafordóma. Félagið er í samfélagi þar sem stór hluti íbúa er innflytjendur og sömuleiðis margir iðkendur félagsins í yngri flokkum sem og meistaraflokki."
Athugasemdir
banner
banner
banner