Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 21. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ný leikjaniðurröðun gefin út í dag
Úr leik hjá Breiðabliki og Val í Pepsi Max-deildinni.
Úr leik hjá Breiðabliki og Val í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ ætlar sér að halda áfram og reyna að klára Íslandsmótið í fótbolta.

Gefin var út tilkynning þess efnis í gær.

„Stjórn KSÍ fundaði í gær og í dag um stöðu Íslandsmóta í knattspyrnu og bikarkeppni karla og kvenna vegna takmarkana og banns við æfingum og keppni samkvæmt bráðabirgðaákvæði reglugerðar heilbrigðisráðuneytis. Á fundinum var eftirfarandi ákveðið:

Að mótum meistaraflokka verði haldið áfram í öllum deildum að því tilskyldu að takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember,"
sagði meðal annars í tilkynningunni.

Einnig kom fram að niðurröðun leikja með nýjum leikdögum verði gefin út í dag.

Það verður eflaust leikið þétt fram til 1. desember, en í reglugerð KSÍ kemur fram að Íslandsmótinu skuli ljúka fyrir þann tíma.
Athugasemdir
banner