Hinn gríðarlega efnilegi Viktor Bjarki Daðason þreytti á föstudag frumraun sína með aðalliði FC Kaupmannahafnar þegar hann kom inn á gegn Silkeborg og lagði upp mark í leiknum.
Hann verður í leikmannahópi liðsins í kvöld þegar Dortmund kemur í heimsókn á Parken í Meistaradeildinni.
Hann verður í leikmannahópi liðsins í kvöld þegar Dortmund kemur í heimsókn á Parken í Meistaradeildinni.
Jacob Neestrup, þjálfari FCK, tjáði sig fyrir leikinn og hefur hann áhyggjur af framherjamálunum hjá liðinu. Hann saknar Andreas Cornelius sem er að glíma við meiðsli. Hann vill hafa alvöru níu til taks en það er fátt um þær í hópnum. Youssoufa Moukoko hefur ekki heillað.
Neestrup tjáði sig svo um Viktor Bjarka sem fæddur er 2008.
„Ef hann kemur inn á þá verða einhver spurningarmerki. Á hvaða stað ertu fyrir þinn fyrsta Meistaradeildarleik? En við höfum séð unga leikmenn koma inn og spilað vel í leikjum eins og þessum."
„Það sem er mikilvægt er að Viktor er allt öðruvísi týpa en Elyounoussi, Claesson, Moukoko og Jordan Larsson."
„Viktor minnir mest á alvöru níu sem er í teignum og því tel ég að það sé skylda okkar í þjálfarateyminu að fá hann inn því hann er með eiginleika og hæfileika sem geta hjálpað okkur út þetta ár. Að auki tel ég hann vera spennandi leikmann sem á bjarta framtíð hjá FC Kaupmannahöfn," sagði Neestrup á fréttamannafundi.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:00 í kvöld að íslenskum tíma.
Athugasemdir