Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. nóvember 2019 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sneijder: Guti líklega sá besti sem ég hef spilað með
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Wesley Sneijder segir að spænski miðjumaðurinn Guti hafi upphaflega ekki verið ánægður þegar Sneijder kom til Real Madrid árið 2007.

Sneijder var á sínum tíma talinn einn besti sóknarmiðjumaður heims en hann var lykilmaður hjá Inter sem vann þrennuna frægu undir stjórn Jose Mourinho 2010. Þá var hann lykilmaður í hollenska landsliðinu sem komst í úrslitaleik HM 2010.

Guti kom upp í gegnum akademíu Real, en hann fór tímabundið á bekkinn eftir komu Sneijder til Madrídar.

„Ég komst fljótlega í byrjunarliðið hjá Real Madrid. Guti talaði ekki við mig í þrjá mánuði eða svo vegna þess að hann fór á bekkinn," sagði Sneijder við Fox Sports NL.

„En á einhverjum tímapunkti þá enduðum við á því að spila saman og við náðum ótrúlega vel saman. Við vissum af hvorum öðrum án þess að horfa."

Sneijder spilaði með mörgum frábærum leikmönnum, en hann telur að Guti sé sá besti.

„Hann var magnaður leikmaður, líklega sá besti sem ég hef spilað með. Ótrúlegur."

Guti er í dag þjálfari Almeria á Spáni. Sneijder lagði nýlega skóna á hilluna eftir dvöl í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner