Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. nóvember 2020 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Brighton með frábæran útisigur á Aston Villa
Jack Grealish og Solly March í baráttu um boltann.
Jack Grealish og Solly March í baráttu um boltann.
Mynd: Getty Images
Aston Villa 1 - 2 Brighton
0-1 Danny Welbeck ('12 )
1-1 Ezri Konsa ('47 )
1-2 Solly March ('56 )
Rautt spjald: Tariq Lamptey, Brighton ('90)

Brighton gerði sér lítið fyrir og lagði Aston Villa að velli þegar liðin áttust við í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Aston Villa hefur komið mjög á óvart í upphafi tímabils og unnið meðal annars stórsigra á Arsenal og Liverpool. Liðið vann 3-0 sigur á Arsenal fyrir landsleikjahlé og mætti með sama byrjunarlið í leikinn gegn Brighton í dag.

Brighton hefur verið að spila vel í upphafi móts en ekki náð í góð úrslit. Í dag var komið að því að ná í góð úrslit hjá lærisveinum Graham Potter.

Danny Welbeck kom Brighton yfir eftir 12 mínútna leik. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og hefði mörkin hæglega getið verið fleiri, en staðan var 1-0 að honum loknum.

Mörkin urðu fleiri í seinni hálfleiknum og jafnaði varnarmaðurinn Ezri Konsa metin strax á 47. mínútu eftir aukaspyrnu frá Bertrand Traore. Brighton hefur verið í miklum vandræðum með að verjast föstum leikatriðum á tímabilinu og fengu þarna mark á sig úr einu slíku, en það voru gestirnir sem fóru glaðari heim.

Brighton tók forystuna aftur á 56. mínútu og var það Solly March sem skoraði markið með laglegu skoti.

Þetta var mjög skemmtilegur leikur, en hann endaði með sigri Brighton, 2-1. Aston Villa átti fleiri marktilraunir en það var Brighton sem skoraði fleiri mörk og það er það eina sem skiptir máli. Aston Villa fékk reyndar dæmda vítaspyrnu undir lokin og Tariq Lamptey fékk að líta sitt annað gula spjald, en eftir VAR-skoðun var dómnum snúið við og engin vítaspyrna þar af leiðandi.

Aston Villa er í sjötta sæti með 15 stig en liðinu mistókst að komast upp að hlið Chelsea á toppnum. Brighton er áfram í 16. sæti en með níu stig núna. Þetta er annar sigur liðsins á tímabilinu.

Önnur úrslit í dag:
England: Chelsea á toppinn eftir sigur á Newcastle
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner