lau 21. nóvember 2020 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær sáttur með heimasigurinn - „Vorum kannski heppnir"
„Við þurftum þennan sigur á heimavelli. Okkur leið ekki vel undir lokin, þó við hefðum getað bætt við einu eða tveimur í viðbót til að gera út um leikinn," sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 1-0 sigurinn á WBA í kvöld.

Heimasigurinn var sá fyrsti í úrvalsdeildinni síðan gegn Bournemouth í lok júlí og því afar kærkominn fyrir Solskjær og lærisveina hans.

Það var mikið um að vera í leiknum en WBA fékk vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks sem David Coote, dómari leiksins, tók síðan til baka eftir að hafa skoðað atvikið frekar.

United fékk vítaspyrnu tíu mínútum síðar og skoraði Bruno Fernandes úr annarri tilraun eftir að Sam Johnstone fór af línunni í fyrri tilrauninni.

„Ég horfði á vítaspyrnudóminn í leik Aston Villa og Brighton fyrr í dag og þar nær hann til knattarins en tekur svo manninn niður í leiðinni. Þetta gæti alveg verið vítaspyrnu og við vorum kannski heppnir. Kannski túlka ég reglurnar öðruvísi en þær eru í raun og veru."

Hann ræddi þá vítaspyrnuna sem Man Utd fékk en Semi Ajeyi handlék knöttinn eftir að Juan Mata sparkaði boltanum inn í teiginn.

„Það er hægt að ræða þessa reglu um hendi endalaust en þegar við komum okkur inn í teig og fáum boltann í lappir þá getur snerting verið nóg en þetta er öðruvísi en þegar ég var að spila þá þurfti að strauja mann til að fá eitthvað," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner