Kai Havertz, leikmaður Arsenal, mun ekki snúa aftur á völlinn fyrr en í lok árs en þetta sagði Julian Nagelsmann, þjálfari þýska landsliðsins, við fjölmiðla.
Havertz hefur verið frá vegna meiðsla meira og minna allt tímabilið en hann lék hálftíma gegn Manchester United í fyrstu umferð deildarinnar áður en hann meiddist á hné.
Hann hefur verið í endurhæfingu síðustu mánuði og var búist við að hann yrði klár fyrir Norður-Lundúnaslaginn um helgina, en Nagelsmann hefur nú staðfest að það verður ekki.
Bakslag í endurhæfingunni þýðir að hann verður ekki klár fyrr en í lok árs.
„Það kom smá bakslag í meiðslum Kai Havertz, en svona á heildina litið gengur honum vel. Það er búist við að hann snúi aftur á völlinn í lok árs,“ sagði Nagelsmann.
Viktor Gyökeres, Martin Ödegaard, Gabriel Martinelli, Gabriel Jesus og Noni Madueke eru einnig að snúa til baka úr meiðslum, en stefnt er að koma þeim aftur á völlinn í byrjun desember.
Athugasemdir


