Riðlakeppninni í undankeppni HM lýkur formlega í kvöld og eru margir úrslitaleikir á dagskrá.
Í B-riðli mætast Kósóvó og Sviss, en það er óhætt að segja það að Sviss sé komið með annan fótinn og rúmlega það inn á HM, enda með þriggja stiga forystu á toppnum og yfirburða markatölu.
Austurríki og Bosnía mætast í hreinum úrslitaleik í H-riðli, en Austurríki er í vænlegri stöðu. Austurríki er með 18 stig á toppnum, tveimur meira en Bosnía og nægir því jafntefli.
Skotland tekur á móti Danmörku í C-riðli. Danir eru á toppnum með 11 stig en Skotar í öðru sæti með 10 stig. Þeir vonast til að heimavöllurinn muni reynast þeim dýrmætur í þessu einvígi.
Spánn og Tyrkland eigast þá við í E-riðli. Spánverjar eru á toppnum með þriggja stiga forystu, en með mun betri markatölu og því erfitt að sjá eitthvað kraftaverk í spilunum hjá Tyrkjum.
Leikir dagsins:
19:45 Kósóvó - Sviss
19:45 Svíþjóð - Slóvenía
19:45 Belarús - Grikkland
19:45 Bulgaria - Georgía
19:45 Austurríki - Bosnía
19:45 Rúmenía - San Marino
19:45 Belgía - Liechtenstein
19:45 Wales - Norður Makedónía
19:45 Skotland - Danmörk
19:45 Spánn - Tyrkland
Athugasemdir



