Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mán 17. nóvember 2025 21:50
Brynjar Ingi Erluson
Holland og Þýskaland á HM - Wirtz lagði upp tvö
Þjóðverjar fara á HM
Þjóðverjar fara á HM
Mynd: EPA
Cody Gakpo skoraði og lagði upp fyrir Hollendinga sem eru einnig komnir á HM
Cody Gakpo skoraði og lagði upp fyrir Hollendinga sem eru einnig komnir á HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýskaland pakkaði Slóvakíu saman, 6-0, og kom sér um leið á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Florian Wirtz lagði upp tvö mörk fyrir Leroy Sane í leiknum. Holland tryggði sér einnig farseðilinn með því að vinna Litháen, 4-0, á heimavelli.

Þjóðverjar voru að mæta Slóvökum í hreinum úrslitaleik um toppsæti A-riðils.

Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var ljóst að Þjóðverjar voru á leið á HM en staðan var þá 4-0. Leroy Sane skoraði tvö mörk eftir undirbúning Wirtz og þá skoruðu þeir Nick Woltemade og Serge Gnabry sitt hvort markið.

Í síðari hálfleik bættu þeir Ridle Baku og hinn 19 ára gamli Assan Quedraogo við tveimur mörkum til að gulltryggja farseðilinn á heimsmeistaramótið.

Þjóðverjar tóku toppsæti A-riðils með 15 stig, þremur meira en Slóvakía sem fer í umspilið.

Hollendingar tryggðu sig sömuleiðs á HM með 4-0 stórsigri á Litháen.

Tijjani Reijnders, Cody Gakpo, Donyell Malen og Xavi Simons skoruðu mörk heimamanna.

Holland hafnaði í efsta sæti G-riðils með 20 stig, þremur stigum meira en Pólland sem vann nauman 3-2 sigur á Möltu. Pólland fer í umspilið í mars á næsta ári.

Króatar unnu Svartfjallaland 3-2 en þeir voru þegar komnir á mótið. Nikola Vlasic skoraði sigurmark Króata undir lok leiksins og sá til þess að þeir færu taplausir í gegnum riðlakeppnina. Tékkar fara í umspilið.

Þessar Evrópuþjóðir eru komnar á HM: England, Króatía, Frakkland, Holland, Noregur, Portúgal og Þýskaland.

Norður-Írland 1 - 0 Lúxemborg
1-0 Jamie Donley ('44 , víti)

Malta 2 - 3 Pólland
0-1 Robert Lewandowski ('32 )
1-1 Irvin Cardona ('36 )
1-2 Pawel Wszolek ('59 )
2-2 Teddy Teuma ('68 , víti)
2-3 Piotr Zielinski ('85 )

Tékkland 6 - 0 Gíbraltar
1-0 David Doudera ('5 )
2-0 Tomas Chory ('18 )
3-0 Vladimir Coufal ('32 )
4-0 Adam Karabec ('39 )
5-0 Tomas Soucek ('44 )
6-0 Robin Hranac ('51 )

Þýskaland 6 - 0 Slóvakía
1-0 Nick Woltemade ('18 )
2-0 Serge Gnabry ('29 )
3-0 Leroy Sane ('36 )
4-0 Leroy Sane ('41 )
5-0 Ridle Baku ('67 )
6-0 Assan Ouedraogo ('79 )

Holland 4 - 0 Litháen
1-0 Tijani Reijnders ('16 )
2-0 Cody Gakpo ('58 , víti)
3-0 Xavi Simons ('60 )
4-0 Donyell Malen ('62 )

Svartfjallaland 2 - 3 Króatía
1-0 Milutin Osmajic ('3 )
2-0 Nikola Krstovic ('17 )
2-1 Ivan Perisic ('37 , víti)
2-2 Kristijan Jakic ('72 )
2-3 Nikola Vlasic ('87 )
Athugasemdir