þri 18. nóvember 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frábært að halda mikilvægum karakter - „Mun njóta sín meira í fótboltanum næsta sumar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tilkynnti í dag að Árni Snær Ólafsson hefði framlengt samninginn við félagið, hann er nú samningsbundinn Stjörnunni út næsta tímabil.

Árni átti gott tímabil í marki Stjörnunnar og önnur félög höfðu áhuga á honum, en hann ákvað að halda tryggð við Garðabæjarfélagið. Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, um Árna í dag.

„Það er frábært að hann verði áfram. Hann er ógeðslega mikilvægur karakter í þessum hóp. Hann er frábær markmaður, vel spilandi og það allt, en það er mikilvægara að vera með öfluga karaktera en fótboltamenn."

„Hann mun njóta sín meira í fótboltanum, úti á vellinum, næsta sumar en hann gerði í ár. Hann var meira í því að njóta sín með því að bjarga varnarlega, en ég held að hann muni njóta sín meira með boltann næsta sumar."

„Við breyttum um leikaðferð í sumar, út frá því sem við gerðum þar á undan. Ég að einhverju leyti leyfði liðinu að þróast eins og það þróaðist frekar en að vera að ríghalda í eitthvað. Við munum fara sterkar í það sem við trúum á núna í vetur og á þriðjudaginn,"
segir Jökull.

Árni er 34 ára markvörður sem uppalinn er hjá ÍA og kom frá Akranesi í Stjörnuna fyrir tímabilið 2023.
Athugasemdir
banner