Franski framherjinn Karim Benzema segist ekki vita hvort hann verði áfram hjá sádi-arabíska félaginu Al Ittihad á næsta tímabili, en hann gæti snúið aftur í Evrópuboltann.
Benzema hefur spilað með Al Ittihad síðustu tvö árin en hann kom til félagsins frá Real Madrid.
Hann verður samningslaus eftir tímabilið en ekki er ljóst hvort hann framlengi samning sinn við félagið.
„Ég veit ekki hvort ég fari frá Al Ittihad eða ekki. Það veltur á ýmsu en sjáum til hvað gerist,“ sagði Benzema.
Þessi 37 ára gamli Frakki hefur verið orðaður við endurkomu í Evrópuboltannn.
Hann hóf feril sinn hjá Lyon en gekk í raðir Real Madrid árið 2009 og vann þar 25 titla á fjórtán árum.
Athugasemdir


