Skotar tryggðu sig inn á HM í fyrsta sinn síðan 1998 með hádramatískum 4-2 sigri á Dönum á Hampden Park í kvöld. Austurríki, Belgía, Spánn og Sviss tryggðu einnig farseðilinn á lokamótið.
Skotar unnu magnaðan 4-2 sigur á Dönum á Hampden mark þar sem leikurinn réðist á lokamínútunum.
Scott McTominay skoraði stórfenglegt bakfallsspyrnumark á 3. mínútu leiksins og héldu þeir í forystuna alveg fram að 57. mínútu er Danir fengu vítaspyrnu.
Rasmus Höjlund skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni en fjórum mínútum síðar urðu Danir fyrir áfalli er Rasmus Kristensen fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Tíu Danir urðu fyrir öðru áfalli er Skotar komust yfir eftir hornspyrnu. Lewis Ferguson tók hornspyrnu inn á teiginn, í gegnum allt danska landsliðið áður en Lawrence Shankland potaði honum í netið á marklínu.
Fögnuður Skota entist ekki lengi eða um það bil þrjár mínútur er Patrick Dorgu skoraði með föstu skoti úr miðjum teignum.
Skotar sendu alla fram á lokamínútunum. Eftir ótalmargar fyrirgjafir kom þriðja mark þeirra. Varamaðurinn Kieran Tierney fékk boltann rétt fyrir utan teiginn, skrúfaði hann með frábæru skoti í vinstra hornið og Kasper Schmeichel sigraður.
Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af uppbótartímanum keyrðu Skotar fram. Schmeichel var kominn framarlega á vellinum og leit Kenny McLean upp við miðjubogann og skaut honum yfir danska markvörðinn og í netið.
Hann og Tierney komnir í guðatölu hjá Skotum sem eru að fara á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Þriðja þjóðin sem lýkur 28 ára eyðimerkurgöngu frá heimsmeistaramótinu.
Austurríki fór sömuleiðis á HM eftir taugatrekkjandi leik gegn Bosníu á heimavelli.
Bosníumenn þurftu sigur til að komast beint á mótið og fór það frábærlega af stað er Haris Tabakovic skoraði á 12. mínútu.
Þeir voru fimmtán mínútum frá því að komast áfram en Michael Gregoritsch var á öðru máli. Á 77. mínútu kom fyrirgjöf inn á teiginn og mætti Gregoritsch í seinni bylgjunni og þrumaði boltanum í netið.
Mark sem tryggði Austurríkismönnum á HM í fyrsta sinn síðan 1998.
Spánverjar voru nánast komnir á HM fyrir leik liðsins gegn Tyrkjum og hefði í raun þurft kraftaverk frá Tyrkjum til þess að stela sætinu af þeim.
Dani Olmo kom Spánverjum í 1-0 á 4. mínútu en Tyrkir náðu að snúa við taflinu með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn.
Mikel Oyarzabal, einn besti leikmaður Spánverja í undankeppninni, bjargaði stigi fyrir heimamenn þegar hálftími var eftir og lokatölur því 2-2. Evrópumeistararnir komnir með farseðilinn á HM en Tyrkir á leið í umspilið.
Sviss tók síðasta örugga sætið á HM er það gerði 1-1 jafntefli við Kósóvó.
Ruben Vargas kom Sviss yfir snemma í síðari hálfleiknum en Florent Muslija jafnaði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lengra komust Kósóvó-menn ekki og Sviss á leið á sjötta heimsmeistaramótið í röð.
Belgía slátraði Liechtenstein 7-0 í J-riðli og gulltryggðu sæti sitt á HM.
Jeremy Doku og Charles De Ketelare skoruðu báðir tvívegis í leiknum og í sama riðli unnu Walesverjar 7-1 stórsigur á Norður-Makedóníu.
Harry Wilson skoraði þrennu og Wales komið í umspilið sem er spilað í mars.
Úrslit og markaskorarar:
Kósóvó 1 - 1 Sviss
0-1 Ruben Vargas ('47 )
1-1 Florent Muslija ('74 )
Svíþjóð 1 - 1 Slóvenía
0-1 Timi Elsnik ('64 )
1-1 Gustav Lundgren ('87 )
Hvíta-Rússland 0 - 0 Grikkland
Búlgaría 2 - 1 Georgía
1-0 Georgi Rusev ('10 )
2-0 Filip Krastev ('24 )
2-1 Luka Lochoshvili ('88 )
Austurríki 1 - 1 Bosnía-Hersegóvína
0-1 Haris Tabakovic ('12 )
1-1 Michael Gregoritsch ('78 )
Rúmenía 7 - 1 San Marínó
0-1 Nicolas Giacopetti ('2 )
1-1 Dante Rossi ('13 , sjálfsmark)
2-1 Stefan Baiaram ('29 )
3-1 Dennis Man ('42 )
4-1 Giacomo Valentini ('57 , sjálfsmark)
5-1 Ianis Hagi ('76 )
6-1 Andrei Ratiu ('82 )
7-1 Louis Munteanu ('86 , víti)
Belgía 7 - 0 Liechtenstein
1-0 Hans Vanaken ('3 )
2-0 Jeremy Doku ('34 )
3-0 Jeremy Doku ('41 )
4-0 Brandon Mechele ('52 )
5-0 Alexis Saelemaekers ('55 )
6-0 Charles De Ketelaere ('57 )
7-0 Charles De Ketelaere ('59 )
Wales 7 - 1 N-Makedónía
1-0 Harry Wilson ('18 , víti)
2-0 David Brooks ('21 )
2-1 Bojan Miovski ('23 )
3-1 Brennan Johnson ('37 )
4-1 Daniel James ('57 )
5-1 Harry Wilson ('75 )
6-1 Harry Wilson ('81 , víti)
7-1 Nathan Broadhead ('88 )
Skotland 4 - 2 Danmörk
1-0 Scott McTominay ('3 )
1-1 Rasmus Hojlund ('57 , víti)
2-1 Lawrence Shankland ('78 )
2-2 Patrick Dorgu ('82 )
3-2 Kenny McLean ('90 )
4-2 Kieran Tierney ('90 )
Rautt spjald: Rasmus Kristensen, Denmark ('61)
Spánn 2 - 2 Tyrkland
1-0 Dani Olmo ('4 )
1-1 Deniz Gul ('42 )
1-2 Salih Ozcan ('54 )
2-2 Mikel Oyarzabal ('62 )
Athugasemdir


