þri 18. nóvember 2025 13:45
Kári Snorrason
Arnar í klefanum eftir leik: Stundum þarftu að fara í gegnum ástarsorg til að fara skrefinu lengra
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Það hefur enginn áhuga á að heyra einhver orð núna, þetta er sárt. Það er allt í lagi að mistakast í lífinu, það er ekkert mál. Við lögðum allt í þetta,“  sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson í klefanum eftir leik Íslands og Úkraínu á sunnudag. 

Leikurinn endaði með 2-0 tapi Íslands og var því ljóst að Ísland næði ekki umspilssæti upp á að komast á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. 

KSÍ birti í morgun myndskeið af ræðu Arnars í klefanum fyrir og eftir leikinn umrædda og mátti sjá niðurlúta leikmenn hlýða á þjálfarann.

„Stundum þarftu að fara í gegnum fokking 'heartbreak' í lífinu til að eiga skilið að fara skrefinu lengra. Ég er stoltur af ykkur, í alvöru talað.

Mér fannst við gefa allt í undankeppnina og í þennan leik. Ég ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Takk fyrir þessa undankeppni,“ sagði Arnar að lokum eftir leik. 

Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan en ræðu Arnars eftir leikinn má sjá undir lok myndbandsins.


Athugasemdir
banner
banner