Martin O'Neill og Shaun Maloney verða áfram bráðabirgðastjórar skoska stórveldisins Celtic á meðan félagið leitar að stjóra til frambúðar, en fékkst staðfestingu í tilkynningu félagsins í dag.
Í yfirlýsingunni kom fram að skosku meistararnir munu halda áfram að uppfæra stuðningsmenn um stöðuna á næstunni.
Sky Sports sagði frá því um helgina að bandaríska félagið Columbus Crew hefði gefið Celtic leyfi til að ræða við Wilfried Nancy, þjálfara liðsins.
Celtic hóf viðræður við Nancy og aðra þjálfara í Lundúnum en það virðist ganga hægt fyrir sig.
Dermot Desmond, sem á stærstan hluta í Celtic, hitti einnig O'Neill til að ræða það vort hann væri til í að halda áfram að stýra liðinu áfram á meðan félagið leitar að nýjum stjóra.
O'Neill og Maloney tóku við liðinu til bráðabirgða eftir að Brendan Rodgers hætti með Celtic
Báðir eru goðsagnir hjá Celtic. Maloney spilaði með liðinu um árabil og vann fjölda titla undir stjórn O'Neill sem stýrði Celtic frá 2000 til 2005.
Athugasemdir


