Elliot Anderson, leikmaður Nottingham Forest á Englandi, verður ekki seldur ódýrt frá félaginu næsta sumar, en þetta segir enski miðillinn Telegraph.
Talið er að Anderson er metinn á 100 milljónir punda en hann er ekki með kaupákvæði né endursöluákvæði í samningnum.
Einnig kemur fram í Telegraph að Forest hafi engan áhuga á að selja hann í janúar en að félagið sé viðbúið því að félög munu leggja fram tilboð næsta sumar.
Anderson, sem er 23 ára gamall, gekk í raðir Forest frá Newcastle fyrir 35 milljónir punda á síðasta ári og gerði þá fimm ára samning við félagið.
Manchester United er sagt afar áhugasamt um Anderson og sömuleiðis Newcastle sem sér eftir því að hafa leyft honum að fara frá félaginu.
Athugasemdir



