Slóvenski framherjinn Benjamin Sesko verður ekki eins lengi frá og óttast var í fyrstu en Manchester United verður þó án hans í að minnsta kosti mánuð.
Sesko fór ekki með slóvenska landsliðinu í verkefnið í þessum mánuði eftir að hafa meiðst á hné í leik gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Frekari rannsóknir hafa sýnt að Sesko slapp við alvarleg meiðsli og mun nú halda í endurhæfingu og er búist við að hann verði klár í miðri desembertörn.
Framherjinn kom til United frá RB Leipzig í sumar fyrir 73,7 milljónir punda og skorað tvö mörk.
Athugasemdir


