banner
   þri 18. nóvember 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benzema: Ef hann verður áfram hjá Real gæti ég komið aftur
Benzema
Benzema
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Florentino Perez
Florentino Perez
Mynd: EPA
Karim Benzema er að íhuga framtíð sína en samningur hans við Al Ittihad í Sádi-Arabíu rennur út næsta sumar. Franski framherjinn verður 38 ára í næsta mánuði og sér fyrir sér að spila í tvö tímabil til viðbótar.

Hann var í viðtali við Diario AS og útilokar ekki endurkomu til Evrópu. Hann er með tilboð frá Evrópu og segir að það gæti verið möguleiki á því að hann komi aftur til Real Madrid ef Florentino Perez verður ennþá forseti félagsins.

„Mér líður mjög vel hér; ég finn fyrir mikilli ástúð. Samningurinn rennur út næsta sumar. Ég get ekki enn sagt hvort ég verði áfram eða fari; það fer eftir mörgu. Ég verð 38 í desember," segir Benzema sem kom til Al Ittihad frá Real sumarið 2023.

„Það er rétt að ég er með tilboð frá Evrópu. Ég verð að skoða allt, velja vel og sjá hvað mér líst best á, án þess að gleyma að mér líður vel hér og finn fyrir ástúð frá öllum. En við sjáum til."

„Þetta er allt saman 50-50, en það eru hlutri að gerast. Ég ætla ekki að hætta í fótbolta eftir sex mánuði."

„Ef Florention (Perez) verður ennþá þá (hjá Real Madrid), þá gæti þa gerst. Ég hef talað við hann og það er möguleiki. Ég er stuningsmaður Real Madrid. Ég finn fyrir því í sálinni. Við sjáum hvað gerist. Ef hann er þar..."


Benzema skoraði 354 mörk í 648 leikum fyrir Real á árunum 2009-2023. Hann hefur skorað 46 mörk í 75 leikjum með Al Ittihad.
Athugasemdir
banner
banner