Hæfileikabúntið Estevao Willian skoraði eina mark Brasilíu í 1-1 jafntefli gegn Túnis í vináttulandsleik í kvöld. Þetta var fimmta landsliðsmark hans í síðustu fimm landsleikjum.
Estevao jafnaði leikinn gegn Túnis með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
Hann skoraði einnig gegn Senegal í síðasta landsleik, en sá hefur verið iðinn við kolann í síðustu leikjum og má áætla að hann spili stóra rullu á HM sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.
Brasilíumenn fengu tækifæri til að vinna Túnis undir lok leiks er þeir fengu aðra vítaspyrnu en Lucas Paqueta, leikmaður West Ham, klikkaði úr spyrnunni.
Niðurstaðan 1-1 jafntefli og landsleikjaverkefninu hjá Brasilíu lokið, en Carlo Ancelotti ætti nú að vera kominn með skýrari hugmynd um hvaða leikmenn fara með liðinu á heimsmeistaramótið.
Brasilía 1 - 1 Túnis
0-1 Hazem Mastouri ('23 )
1-1 Estevao ('44 , víti)
1-1 Lucas Paqueta ('78 , Misnotað víti)
Athugasemdir



